Do Not Disturb Svefnlatte

Viltu vita leyndarmál sem að getur hjálpað þér í að vera hvíldari á morgnana + hafa meiri orku yfir daginn? Frábær svefn! 

Léleg svefngæði er vandamál sem við glímum mörg við. Milli aukins skjátíma, streitu, álags og/eða koffíndrykkju yfir daginn þá geta allar þessar lífstílsbreytur haft áhrif á það hvort við fáum gæða svefn. Þetta getur oft valdið leiðinlegum vítahring sem erfitt er að vinda ofan af, þetta hefur svo áhrif á almenn lífsgæði með tímanum. Rannsóknir sýna að þetta vandamál hefur farið versnandi á tímum covid. 

Þetta varð til þess að að Apothékary fékk hvatningu frá fólki til að búa til þessa frábæru blöndu, Do Not Disturb. Blandan hjálpar mörgum að halda góðum svefn gæðum. Aðal innihaldið í blöndunni er Mucuna sem er suðræn belgjurt og inniheldur L´Dopa (betur þekkt sem besti svefnfélaginn), þessi jurt getur haft hvetjandi áhrif á kerfið þitt og leitt til dýpri og lengri svefns. Þegar svefngæðin eru orðið góð þá eigum við auðveldara með að vakna og finnum að við erum úthvíld. Þessi latte er tilvalið kósí kvöldsnarl.

HRÁEFNI

1 tsk Do Not Disturb
1 bolli haframjólk 
dass af kanill
½- 1 tsk hunang/sykurlaust síróp
Hægt er að bæta við 1 tsk af Ashwaganda fyrir þá sem eru vanir inntöku þessara jurta. Ashwagandha er talið hafa verulega róandi áhrif fyrir marga. 


AÐFERÐ
Hitaðu mjólkina, en passaðu að hún bullsjóði ekki. Settu Do Not Disturb blönduna í bolla ásamt kanil og hunangi. Hrærðu þessu saman svo það verði eins konar mauk. Heltu svo hituðu mjólkinni út á og hrærðu vel. Gott er að blanda þessu með frother (mjólkurþeytara). Ef þú átt ekki mjólkurþeytara þá er hægt að hræra vel saman með gaffli eða skeið.