Better Than Botox - Heilbrigðari húð, hár og neglur

Better Than Botox - Heilbrigðari húð, hár og neglur

Upprunalegt verð
3.850 kr
Afsláttarverð
3.850 kr
Upprunalegt verð
Uppselt
Stykkjaverð
stk 

Hráefnin

 

UM VÖRUNA*
Fegurðin kemur innan frá! Better Than Botox er ríkt af þrem innihaldsefnum sem finnast í öflugum jurtum sem innihalda C-vítamín og Omega-7. Þetta er kröftug kollagen blanda, fullkomin fyrir fólk sem að leitast eftir ljóma innan frá þannig að það sjáist utanfrá.

INNIHALDSEFNI
Camu Camu  -  Schisandra Berry  -  Sea Buckthorn  -  Kókos kremduft

HVAÐ GERIR ÞETTA?
Better Than Botox er þreföld ofurfæðis berjablanda með sem móðir náttúra bíður upp á. Innihaldsefnin geta stuðlað að uppbyggingu húðarinnar og skapað fallegan ljóma. Náðu þér í regnhlíf því að hrósunum mun sennilega rigna yfir þig!  

HVAÐ ER Í ÞESSU?
Sea Buckthorn er ríkasta uppspretta Omega 7 sem hjálpar oft mörgum við að stuðla að heilbrigðara hári, húð og nöglum. Camu Camu er þekkt sem “vítamín náttúrunnar” vegna mikils magns af C-vítamíni (ímyndaðu þér að borða 10 appelsínur í einu!) ásamt Schisandra Berry, eina aðlögunarefnið sem er í rauninni berjategund, talið geta hjálpað líkamanum að berjast við streituhormón sem valda bólgu og roða í húðinni.

BRAGÐAST EINS OG...
Þessi kraftmikla kollagen blanda er úr þremur mismunandi tegundum af berjum sem teljast bólgueyðandi ásamt kókos kremdufti. Jarðbundið og bragðmikið. 

TILVALIÐ AÐ BLANDA VIÐ
Sítrusávexti, ber, hunang. SKOÐA UPPSKRIFTIR

GOTT AÐ SKAMMTA MEÐ
You Dew You, Glow Getter eða Maca.

SVONA NOTAR ÞÚ VÖRUNA
ATH að blöndurnar eru eins óunnar og hægt er, þess vegna geta duftin stundum blandast verr við vökva. Við mælum með að setja smá heitan vökva í bolla/glas, setja 1 tsk af blöndunni út í og blanda þannig, svo fyllir þú glasið með restinni af vökvanum. Svona er auðveldast að blanda þessu saman. Nema þú skellir þessu auðvitað í blandara! Þá er málið einfalt. 

TILLÖGUR AÐ UPPSKRIFTUM

Andoxunar Berja Smoothie: Bættu 1-2 tsk í blandarann með 1 bolla af bláberjum, 1 frosnum banana, handfylli af grænkáli og 1 bolla af möndlumjólk. Blanda vel í 1 mín, drekka + ljóma.

Fegurðar Seiður: 1 tsk af Better Than Botox út í sódavatn eða te. 

Máltíðar level-up!: Stráðu 1-2 tsk á uppáhalds máltíðina þína (t.d. súpu, chia graut, overnight oats, eða jafnvel morgunkorn!).

Það má setja allar blöndurnar okkar í jógúrt, chiagrauta, aðra grauta, strá yfir ristað brauð, í kaffið, smoothie eða annarskonar drykki. Þú getur meira að segja blandað 2 mismunandi blöndum saman til að tvöfalda heilsufarslega ávinninginn! 

 

*Þessi vara er ekki ætluð til þess að greina, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma. 

Öll innihaldsefnin eru frá móður náttúru og eru mjólkur, soja, hnetu og glútenlaus. Mikill metnaður er lagður í að finna gæðajurtir og plöntur í vöruna. 

Hafðu samband við lækni fyrir notkun ef þú ert ólétt, með barn á brjósti eða að reyna að eignast barn. Einnig ef þú ert að taka lyf að staðaldri eða ert með sjúkdóm. Geymist þar sem börn ná ekki til.