Bláberja matcha íslatte

Sumarið var yndislegt en haustið kemur með bláberin! Drekkum andoxunarbombu með því að gera bláberja hlyns íslatte með bláberjum og bláu matcha. 

HRÁEFNI 
1-2 tsk Blue Me Away
240 ml af mjólk að eigin vali (dæmi: möndlu, kókos, hafra eða soja)
¼ bolli af bláberjum 
2 tsk sykurlaust síróp (má vera hunang eða kókospálma sykur)
1 bolli klakar

AÐFERÐ
Setjið sykurlaust síróp + Blue Me Away út í heita mjólk. Notið mjólkurþeytara og blandið þangað til að þið sjáið að þetta er vel blandað. Takið svo annað glas og merjið bláberin og blandið við hráan kókossykur eða síróp eins og hentar. 
Bætið svo klökum við ásamt mjólkinni og njótið vel!