Djúpnæring fyrir líkamann
Við kynnum til leiks nýtt hágæða vörumerki: Ancient Brave.
Þessar tvær vörur eru fullkomin viðbót í kaffibollann þinn!
MCT olía og Kollagen í kaffið sjá til þess að þú byrjir daginn á góðu próteini og mikilvægri fitu. Það gefur góða orku inn í verkefni dagsins. Þú setur einfaldlega ráðlagðan skammt út í kaffið þitt og hrærir saman, en kollagenið blandast mjög vel við vökva.
MCT olía og Kollagen eru lykil leikmenn þegar kemur að líkamanum:
Kollagen er mikilvægt uppbyggingarprótein líkamans, stuðlar að heilbrigði, styrkir húð, brjósk og bein. Kollagenmagn húðarinnar á það til að lækka náttúrulega í kringum 30 ára aldur og True Collegen peptíð gegna lykilhlutverki í endurnýjun frumna. Það er öflugt að byrja daginn á góðu próteini, sérstaklega fyrir hormónajafnvægi kvenna.
True MCT Olían er einn besti fituvalkosturinn á markaði. Líkaminn þarf smurningu rétt eins og farartækin og þar kemur mct olían sterk inn. Einnig er oft talað um að olían hjálpi líkamanum að virkja önnur góð næringarefni sem skila sér þá betur í kerfi líkamans. Eins og til dæmis blöndurnar okkar frá Apothékary co.!