⁠Orkuboltar

Næringarríkt millimál á ferðinni! 

Það getur verið freistandi að grípa í fljótlega næringu sem að skortir næringarefni gæti það verið að hægja á þér. Það er oft ekki að gefa þér orkuna sem að þú þarft til þess að ná að halda orku út daginn. 

Í stað þess að hoppa í sjálfsalann eða fara í búðina í snakkganginn þá er um að gera að prófa þessa uppskrift af orkuboltum. Þær gefa þér aukinn kraft, einbeitingu sem að getur hjálpað þér að takast á við verkefnalistann endalausa! Þær eru ekki einungis ótrúlega góð næring, þær eru frábærar á bragðið. 

HRÁEFNI

1 tsk Lions Mane
1 msk Maca
¾ -1 bolli kasjúhnetur
2 msk kollagen (fer eftir smekk, við höfum notað Feel Iceland kollagenið)
½ bolli kókosmjöl, haframjöl eða möndlumjöl
1 tsk kanill
5 stórar döðlur
1 tsk kókosolía
½ tsk vanilludropar
¼ bolli hreinn eplasafi
2 klípur sjávarsalt eða himalayan salt

AÐFERÐ
Öllu blandað saman í skál, síðan myndum við nokkrar kúlur, gott er að miða við eina lúku. Svo má ráða hvort þetta sé borðað svona eða geymt í kæli og borðað svo.