Do Not Disturb - Svefngæði
- Upprunalegt verð
- 4.190 kr
- Afsláttarverð
- 4.190 kr
- Upprunalegt verð
-
4.190 kr - Stykkjaverð
- /stk
Flokkar
Do Not Disturb getur stuðlað að dýpri REM svefni og líklega hjálpað þér að slaka á, sofna fyrr og sofa fastar.
Eftir eitt mest krefjandi ár okkar tíma, 2020, gerði Miðstöð sjúkdómavarna í Bandaríkjunum rannsókn sem sýnir að 70% af fullorðnu fólki á í erfiðleikum með svefn vegna mikillar streitu og skjánotkunar. Svefnblandan okkar, Do Not Disturb, er vara sem getur hjálpað til við að tækla þetta vandamál.
Do Not Disturb inniheldur einhver kraftmestu aðlögunarefni móður náttúru sem að geta hjálpa til við svefn og streitu úrvinnslu. Í formúlunni er Basil, rósablöð, Mucuna og náttúruleg sætuefni eins og kanil, Lucuma og kókóshnetu kremduft. Formúlan er ljúffeng blanda sem getur hjálpað einstaklingum að róa hugann, minnka streitu og kvíða, og síðast en ekki síst getur hún hjálpað einstaklingum að ná að sofa betur.
Do Not Disturb getur verið frábær blanda fyrir fólk sem að er að upplifa svefnvandamál, kvíða á kvöldin eða er með uppspennt taugakerfi vegna krónískrar streitu. Blandan er rík af róandi aðlögunarefnum.
Basil/Tulsi
Rós
Mucuna
Lucuma
Kókos
Ceylon kanill
Þegar Do Not Disturb er tekin reglulega geta aðlögunarefni eins og Basilikkan hjálpað til við að endurstilla taugakerfið og nýrnahettur(tengist langvarandi streitu). Mucuna inniheldur náttúrulega L-dopa, en L-dopa er undanfari dópamíns sem er nauðsynlegt taugaboðefni fyrir svefn, minni, skap og vitræna/andlega virkni. Lucuma er náttúrulegt aðlögunarefni sem getur hjálpað til við jafnaðargeð og skap, Lucuma er einnig gott náttúrulegt sætuefni. Þessi innihaldsefni gera Do Not Disturb að góðri viðbót í kvöldrútínuna til að ná ró á kvöldin. Ceylon kanill (sem er hreinni og náttúrulegri kanill) er síðan blandað út í til þess að gera hana ljúffenga og áhrifaríkari.
ATH að blöndurnar eru eins óunnar og hægt er, þess vegna geta duftin stundum blandast verr við vökva. Við mælum með að byrja setja smá heitan vökva í bolla/glas, setja 1 tsk af blöndunni út í og blanda þannig, svo fyllir þú glasið með restinni af vökvanum. Nema þú skellir þessu auðvitað í blandara! Þá er málið einfalt.
BRAGÐAST EINS OG
Do Not Disturb bragðast eins og samansafn af uppáhalds Chai kryddunum þínum. Þessi blanda er náttúrulega sæt vegna Lucuma, Mucuna og kanilnum. Það er best að setja formúluna í heitt vatn eða í heitt te. Mælum með að setja smá hunang út í eða hlynsíróp fyrir þá sem að vilja auka sætu.
TILVALIÐ AÐ BLANDA VIÐ
Kókosmjólk og hlynsýróp / hunang
GOTT AÐ SKAMMTA MEÐ
Ashwaganda, Maca, Mind Over Matter, Shatavari eða Follow Your Gut
TILLÖGUR AÐ UPPSKRIFTUM
Svefnlatte - Bættu við einni tsk af Do Not Disturb út í heita haframjólk. Til þess að gera bollann enn áhrifaríkari þá mælum við með að setja Ashwaganda út í, þá nærðu enn meiri slökun. Settu svo smá 1/2 tsk kanil og hunang/sykurlaust síróp eftir smekk. Njóttu vel og góða nótt.
Te/latte: Bættu 1 tsk af Do Not Disturb út í 2-3 dl af heitu vatni eða hitaðri plöntumjólk. Þú velur hvort þú setur sætuefni út í eins og hunang eða hlynsíróp. Betri svefn getur verið nokkrum hlýjum sopum í burtu.
Allar blöndurnar okkar eru auðveldar í notkun, eru auðmeltanlegar og geta farið hratt inn í líkamsstarfsemina.
Það má setja allar blöndurnar okkar í jógúrt, chiagrauta, aðra grauta, strá yfir ristað brauð, í kaffið, smoothie eða annarskonar drykki. Þú getur meira að segja blandað 2 mismunandi blöndum saman til að tvöfalda heilsufarslega ávinninginn!
Ath. Hráefnin í þessari blöndu eru mjög virk. Ekki er mælt með þessari vöru fyrir barnshafandi fólk. Við mælum við að þú ráðfærir þig við lækni fyrir inntöku ef þarf.
*Þessi vara er ekki ætluð til þess að greina, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma.
Öll innihaldsefnin eru frá móður náttúru og eru mjólkur, soja, hnetu og glútenlaus. Mikill metnaður er lagður í að finna gæðajurtir og plöntur í vöruna.
Hafðu samband við lækni fyrir notkun ef þú ert ólétt, með barn á brjósti eða að reyna að eignast barn. Einnig ef þú ert að taka lyf að staðaldri eða ert með sjúkdóm. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Þessi vara telst sem fæðubót samkvæmt íslenskri reglugerð. Í vörunum eru aðlögunarefni úr náttúrunni sem við hvetjum þig til að kynna þér. Ekki skal neyta meira en ráðlagður daglegur neysluskammtur gefur til kynna, sem er 1 tsk á dag.
Ekki skal neyta fæðubóta í stað fjölbreyttrar fæðu.