I Beg Your (Post) Partum - Mömmulínan
I Beg Your (Post) Partum - Mömmulínan
I Beg Your (Post) Partum - Mömmulínan

I Beg Your (Post) Partum - Mömmulínan

Upprunalegt verð
4.190 kr
Afsláttarverð
4.190 kr
Upprunalegt verð
Uppselt
Stykkjaverð
stk 

Flokkar

Ath. Í þessari blöndu eru virk hráefni. Við mælum við að þú ráðfærir þig við lækni fyrir inntöku ef þarf. 

UM VÖRUNA
Þessi ofurbragðgóða blanda inniheldur lækningajurtir frá fornum læknisaðferðum sem hafa lengi verið notaðar til þess að hjálpa konum að endurheimta sjálfa sig eftir fæðingu. I Beg Your (Post) Partum blandan er full af endurnýjandi næringarefnum og hjálpa til við að koma jafnvægi á hormónin. Á þessum tíma er þörfin á því oft mikil. 

INNIHALDSEFNI
Rauðrófa
Goji Berry
Ceylon Cinnamon
Jujube ber
Kardemommur
Kókos

HVAÐ GERIR VARAN
Þessi blanda nærir nýbakaðar mæður. Hún er ljúffeng og auðveld leið til að endurheimta styrk þinn þegar heiminum er smá snúið á hvolf eftir barnsburð. Jurtirnar í þessari blöndu hjálpa til við að auka blóðmagn og járnmagn eftir blóðmissi, bæta andoxunarefni, styður við lækningu húðarinnar og styrkir ónæmisvirkni. 

HVAÐ ER Í VÖRUNNI 
Jujube berin eru róandi á tímum þessum tímum þar sem streitan getur verið mikil, geta veitt ónæmisstuðning og hjálpað til við að efla svefninn þegar hann getur verið af skornum skammti. Á þessum tíma geta mæður oft upplifað eins og þær séu víraðar af þreytu vegna lítils svefns. Rauðrófan hjálpar til við að byggja upp blóðið eftir fæðingu, fyllir aftur á andoxunar tankinn, hjálpar til við að draga úr bólgum og styður lifrina við að skola lyfjum út eftir fæðinguna. Goji berin innihalda mikið magn af C-vítamíni, sem styður við kollagen framleiðslu líkamans og getur hjálpað húðinni eftir fæðingu. Að auki geta Goji berin aukið orkustig, skap og einnig hjálpað til við að endurheimta hormónaheilbrigði. Ceylon kanillinn og kardimommurnar eru taldar vera hlýjandi jurtir sem geta hjálpað líkamanum að endurheimta líkamann eftir álag og styrkt meltingarkerfið sem þarf oft smá umhyggju eftir fæðingu. 

BRAGÐAST EINS OG
Bragðast eins og kardimommu kaka. Meira að segja fólki sem líkar ekki bragðið af rauðrófum elskar þessa blöndu. 

TILVALIÐ AÐ BLANDA VIÐ
Þessi blanda bragðast mjög vel bara með heitu vatni þó svo að rjómakennd jurtamjólk skemmi ekki fyrir. Gott að blanda smá hunangi eða sykurlausu sírópi við.

Gott að bæta við viðbóta kollageni sem hjálpar til við prótein skammt dagsins og amínósýrur.

Gott að prófa að setja eina matskeið af kókosolíu eða MCT olíu fyrir góða fitu.

GOTT AÐ SKAMMTA MEÐ
Meet My Wombmate, Milky Way og Follow Your Gut

SVONA NOTAR ÞÚ VÖRUNA
ATH að blöndurnar eru eins óunnar og hægt er, þess vegna geta duftin stundum blandast verr við vökva. Við mælum með að byrja setja smá heitan vökva í bolla/glas, setja 1 tsk af blöndunni út í og blanda þannig, svo fyllir þú glasið með restinni af vökvanum. Svona er auðveldast að blanda þessu saman. Nema þú skellir þessu auðvitað í blandara! Þá er málið einfalt.

Allar blöndurnar okkar eru auðveldar í notkun, eru auðmeltanlegar og geta farið hratt inn í líkamsstarfsemina.

Það má setja allar blöndurnar okkar í jógúrt, chiagrauta, aðra grauta, strá yfir ristað brauð, í kaffið, smoothie eða annarskonar drykki. Þú getur meira að segja blandað 2 mismunandi blöndum saman til að tvöfalda heilsufarslega ávinninginn! 

 


*Þessi vara er ekki ætluð til þess að greina, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma. 

Öll innihaldsefnin eru frá móður náttúru og eru mjólkur, soja, hnetu og glútenlaus. Mikill metnaður er lagður í að finna gæðajurtir og plöntur í vöruna. 

Hafðu samband við lækni fyrir notkun ef þú ert ólétt, með barn á brjósti eða að reyna að eignast barn. Einnig ef þú ert að taka lyf að staðaldri eða ert með sjúkdóm. Geymist þar sem börn ná ekki til.

Þessi vara telst sem fæðubót samkvæmt íslenskri reglugerð. Í vörunum eru aðlögunarefni úr náttúrunni sem við hvetjum þig til að kynna þér. Ekki skal neyta meira en ráðlagður daglegur neysluskammtur gefur til kynna, sem er 1 tsk á dag. 

Ekki skal neyta fæðubóta í stað fjölbreyttrar fæðu.