ATH að blöndurnar eru eins óunnar og hægt er, þess vegna geta duftin stundum blandast verr við vökva. Við mælum með að setja smá heitan vökva í bolla/glas, setja 1 tsk af blöndunni út í og blanda þannig, svo fyllir þú glasið með restinni af vökvanum. Svona er auðveldast að blanda þessu saman. Nema þú skellir þessu auðvitað í blandara eða út í mat! Þá er málið einfalt.
VARAN BRAGÐAST EINS OG:
Þessi blanda hefur náttúrulega jarðbundið og mikið bragð. Gott út í boozt og jafnvel út í engiferskot.
PARAST VEL VIÐ:
Kaffi, hlynsíróp og Chai krydd.
GOTT AÐ SKAMMTA MEÐ:
Chill the F* Out, Seal the Deal eða Cordyceps.
TILLÖGUR AÐ UPPSKRIFTUM
Heilaorku drykkur: Bættu 1 teskeið af Mind Over Matter út í teið þitt eða heita plöntumjólk. Valfrjálst hvort þú setur út í sætu eins og hunang, sykurlaust síróp eða hlynsíróp.
Heilaorku smoothie: bætir 1-2 teskeiðum í blandarann með einum bolla af bláberjum, ½ bolla af jarðaberjum, 1 frosnum banana, handfylli af einhverju grænu og bolli af möndlumjólk. Blandaðu saman og finndu ávinninginn.
Það má setja allar blöndurnar okkar í jógúrt, chiagrauta, aðra grauta, strá yfir ristað brauð, í kaffið, smoothie eða annarskonar drykki. Þú getur meira að segja blandað 2 mismunandi blöndum saman til að tvöfalda heilsufarslega ávinninginn!