Seal The Deal - Hormónajafnvægi
Seal The Deal - Hormónajafnvægi
Seal The Deal - Hormónajafnvægi
Seal The Deal - Hormónajafnvægi
Seal The Deal - Hormónajafnvægi
Seal The Deal - Hormónajafnvægi

Seal The Deal - Hormónajafnvægi

Upprunalegt verð
4.190 kr
Afsláttarverð
4.190 kr
Upprunalegt verð
Uppselt
Stykkjaverð
stk 

Flokkar

Ath. Hráefnin í þessari blöndu eru mjög virk. Ekki er mælt með þessari vöru fyrir barnshafandi fólk. Við mælum við að þú ráðfærir þig við lækni fyrir inntöku ef þarf. 

UM VÖRUNA
Þvílík stemning sem þessi hormónajafnvægis blanda býður upp á. Seal The Deal inniheldur jurtir sem kínversk læknisfræði notar sem hormónajafnvægis lausn. Hæ dömur! Þessi er fyrir ykkur.

INNIHALDSEFNI
Acai
Maca
Shatavari 
Engifer
Ashwagandha
Kókos

HVAÐ GERIR VARAN?
Hvað gerir varan EKKI?! Seal The Deal mætti líkja við náttúrulegan ástardrykk. Blandan getur stutt við gott skap, aukið kynhvöt og mögulega ýtt undir frjósemi. Aðlögunarefnin í blöndunni hjálpa til við að draga úr streitu og bæta tilfinningalega heilsu svo að þér líði sem best í svefnherberginu og í daglegu lífi. 

HVAÐ ER Í VÖRUNNI?
Seal The Deal inniheldur öflugu aðlögunarefnis rótina Maca sem hefur verið notuð í áraraðir til að bæta frjósemi og auka orku. Þó að aðalhlutverk Seal The Deal sé að stuðla að bættri hormónaheilsu, hefur það einnig góð andoxunarefni og bólgueyðandi eiginleika vegna Acai ofurfæðisberjanna sem finnast í Amazon skóginum.

Acai inniheldur 10x meiri andoxunarefni en bolli af bláberjum! Þetta berst gegn öldrun líkamans. Svo má ekki gleyma Ashwagandha - sem hjálpar líkamanum að taka á móti streitu og vinna betur úr henni ásamt því að halda bólgum í skefjum. 

BRAGÐAST EINS OG
Graham cracker ostaköku-skorpu stemning með smá acai keim.. Þó það séu engar hnetur og engin sætuefni! Sumum finnst erfitt bragð af Seal The Deal og þá er sniðugt að taka blönduna með engiferskoti því engifer felur bragðið. 

PARAST VEL MEÐ
Mjólk eða plöntumjólk, berjum og kanil. SJÁ UPPSKRIFTIR

GOTT AÐ SKAMMTA MEÐ
Glow Getter, Chill The F* Out eða Follow Your Gut.  

SVONA NOTAR ÞÚ VÖRUNA
ATH að blöndurnar eru eins óunnar og hægt er, þess vegna geta duftin stundum blandast verr við vökva. Við mælum með að setja smá heitan vökva í bolla/glas, setja 1 tsk af blöndunni út í og blanda þannig, svo fyllir þú glasið með restinni af vökvanum. Svona er auðveldast að blanda þessu saman. Nema þú skellir þessu auðvitað í blandara! Þá er málið einfalt.

TILLÖGUR AÐ UPPSKRIFTUM

Hormónajafnvægis latte: Bætið 2 tsk í uppáhalds jurtamjólkina þína, blandaðu + njóttu meðan bollinn er heitur. Jafnvel dass af kanil með! 

Innri Fegurðar Smoothie: Bættu 2 tsk í blandarann þinn með bolla af plöntumjólk, 1 bolla af frosnum jarðaberjum, 1 banana og ½ bolla af mangó. FERSKT OG ÖFLUGT!

Allar blöndurnar okkar eru auðveldar í notkun, eru auðmeltanlegar og geta farið hratt inn í líkamsstarfsemina.

Það má setja allar blöndurnar okkar í jógúrt, chiagrauta, aðra grauta, strá yfir ristað brauð, í kaffið, smoothie eða annarskonar drykki. Þú getur meira að segja blandað 2 mismunandi blöndum saman til að tvöfalda heilsufarslega ávinninginn! 

 

 

*Þessi vara er ekki ætluð til þess að greina, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma. 

Öll innihaldsefnin eru frá móður náttúru og eru mjólkur, soja, hnetu og glútenlaus. Mikill metnaður er lagður í að finna gæðajurtir og plöntur í vöruna. 

Hafðu samband við lækni fyrir notkun ef þú ert ólétt, með barn á brjósti eða að reyna að eignast barn. Einnig ef þú ert að taka lyf að staðaldri eða ert með sjúkdóm. Geymist þar sem börn ná ekki til.

Þessi vara telst sem fæðubót samkvæmt íslenskri reglugerð. Í vörunum eru aðlögunarefni úr náttúrunni sem við hvetjum þig til að kynna þér. Ekki skal neyta meira en ráðlagður daglegur neysluskammtur gefur til kynna, sem er 1 tsk á dag. 

Ekki skal neyta fæðubóta í stað fjölbreyttrar fæðu.