Take The Edge Off™
- Upprunalegt verð
- 5.510 kr
- Afsláttarverð
- 5.510 kr
- Upprunalegt verð
-
5.510 kr - Stykkjaverð
- /stk
Flokkar
Ef þig langar að róa kerfið eftir erfiðan dag þá er þetta tinktúran fyrir þig. Take The Edge Off™ er eins og rauðvínsglasið án sykurs, alkóhóls og timburmanna.
Settu vínið á hilluna og fáðu þér Take The Edge Off™ í staðin. Þessi ofurvinsæla tinktúra hefur verið uppseld tvisvar sinnum hjá framleiðanda og hlaut einnig verðlaun fyrir að vera besta varan í vellíðunar flokki í Bandaríkjunum. Formúlan inniheldur öflugar jurtir sem hjálpa til við að róa taugakerfið við mikið álag og draga úr líkamlegri spennu á örskotsstundu. Þriðji aðili hefur rannsakað og prófað vöruna og í kjölfarið samþykkt gæði og virkni.
Gert fyrir þig til að róa streitu tilfinningar, draga úr líkamlegri spennu og finna sælu án áfengis. Take The Edge Off inniheldur öflugar tauga jurtir sem eru í flokki plantna sem beinast sérstaklega að taugakerfinu til að hjálpa til við höfuð- og taugaspennu, róa eirðarleysi og pirring ásamt því að hjálpa þér að ná ró fyrir svefn. Við viljum endilega skála fyrir því.
Róandi blanda af allskyns tauga jurtum sem að gera þessa tinktúru svo töfrandi.
Passion Flower hefur verið notað til þess að draga úr eirðarleysi, streitu og óþægilegri spennu í líkamanum í aldanna rás. Fyrst notað í evrópskum og amerískum lækningnum til þess að hjálpa til við að róa tauga, hjarta,- og æðakerfið okkar.
Oatstraw er önnur mild jurt sem nærir taugakerfið og flytur til kerfisins vítamín, steinefni og andoxunarefni sem hjálpa til við að auka streituviðbrögð líkamans.
Mórberið, sítrónu börkurinn, hvíta nektarínan og peruávöxturinn styðja svo heilsuávinning jurtaformúlunnar og gefa henni ávaxtaríkan og frískandi keim.
Þú mátt taka blönduna hvenær sem er sólarhringsins, sérstaklega á augnablikum sem líkaminn kallar eftir ró.
Það má setja 1 dropateljara beint undir tunguna en ef þú vilt gera vel við þig má blanda saman við sódavatn, sítrónur, safaríka ávexti eins og perur.
Sítruskenndur mocktail? Já takk.
Bragðast eins og sætur ávaxta sítrus drykkur, mjög frískandi.
ATH. Take the Edge Off™ er búið til úr náttúrulegum jurtum og innihaldsefnin geta þess vegna breytt um lit og áferð. Ef þú sérð breytingu á þess þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, Þetta er 100% náttúrulegt og óhætt að neyta vörunnar.
*Þessi vara er ekki ætluð til þess að greina, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma.
Öll innihaldsefnin eru frá móður náttúru og eru mjólkur, soja, hnetu og glútenlaus. Mikill metnaður er lagður í að finna gæðajurtir og plöntur í vöruna.
Hafðu samband við lækni fyrir notkun ef þú ert ólétt, með barn á brjósti eða að reyna að eignast barn. Einnig ef þú ert að taka lyf að staðaldri eða ert með sjúkdóm. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Þessi vara telst sem fæðubót samkvæmt íslenskri reglugerð. Í vörunum eru aðlögunarefni úr náttúrunni sem við hvetjum þig til að kynna þér. Ekki skal neyta meira en ráðlagður daglegur neysluskammtur gefur til kynna, sem er 1 tsk á dag.
Ekki skal neyta fæðubóta í stað fjölbreyttrar fæðu.