Wine Down™
- Upprunalegt verð
- 5.510 kr
- Afsláttarverð
- 5.510 kr
- Upprunalegt verð
-
- Stykkjaverð
- /stk
Flokkar
Wine Down™ tinktúran styður við sanna slökun. Tinktúran er innblásin af rauðvíni og virkar vegna sem staðgengill þess fyrir fólk sem vill minnka víndrykkju. Blandan býður upp á slökun og inniheldur jurtir sem hjálpa til við að róa streitu og eru frábær leið til þess að ná djúpri hvíld.
Sumir fá sér rauðvínsglas til þess að sækja sér slökun og ná að sofna. Wine Down er frábær staðgengill vegna þess að blandan skilar svipaðri slökun og virkar sem náttúrulegt svefnlyf.
Rétt eins og rauðvínið inniheldur pólýfenól úr berjaríkinu, inniheldur Wine Down™ jurtir og ber sem að stuðla að hjarta heilbrigði. Tinktúran er pökkuð af ónæmisstyðjandi eldberjum, hjartaverndandi hagþyrniberjum og andoxunarefnaríkum bláberjum. Þessi samsetning styður andoxunarferli sem hjálpar líkamanum að halda sindurefnum í skefjum á sama tíma og hún stuðlar að sterkara ónæmiskerfi.
Wine Down inniheldur einnig Kaliforníu Valmúu sem er appelsínublóm og er ekki ávanabindandi. Appelsínublómið hjálpar til við að losa líkamleg óþægindi eins og t.d. höfuðverk eða verki sem að koma vegna mikillar streitu.
Norður Ameríska jurtin Blue Vervain hjálpar líkamanum einnig að losa um spennu og getur verið ákveðinn verkjastuðningur, en jurtin er sérstaklega gagnleg fyrir þá sem að hafa verið að upplifa verki tengda tíðahringnum eða almenna líkamlega verki.
L-theanine er amínósýra sem almennt er að finna í telaufum eins og grænu tei. Þetta innihaldsefni virkar sem ákveðin svefnhjálp en hefur einnig áhrif á skap- og heilastuðning eins og að auka serótónín, dópamín og GABA í heilanum.
Rauðrófan gefur djúprauða litinn og auðvitað fjölda vítamína, steinefna og svo stuðlar hún einnig að afeitrunar ferli líkamans.
Kanill og svartur pipar gefa heitan og kryddaðan rauðvíns keim en hafa einnig bólgueyðandi eiginlega og hjálpa til við að jafna blóðsykur.
Á kvöldin eða á þeim tíma sem þú þarft djúpa hvíld og slökun.
Best er að blanda saman við sódavatn, ávaxtasafa eða Stop Your Wine-ing® fyrir ríkulegt og ljúffengt bragð.
Bragð: Sætt og berjaríkt með mildu kryddi og jarðkeim.
ATH. Wine Down™ er búið til úr náttúrulegum jurtum og innihaldsefnin geta þess vegna breytt um lit og áferð. Ef þú sérð breytingu á þess þá þarftu ekki að hafa áhyggjur, Þetta er 100% náttúrulegt og óhætt að neyta vörunnar.
*Þessi vara er ekki ætluð til þess að greina, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma.
Öll innihaldsefnin eru frá móður náttúru og eru mjólkur, soja, hnetu og glútenlaus. Mikill metnaður er lagður í að finna gæðajurtir og plöntur í vöruna.
Hafðu samband við lækni fyrir notkun ef þú ert ólétt, með barn á brjósti eða að reyna að eignast barn. Einnig ef þú ert að taka lyf að staðaldri eða ert með sjúkdóm. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Þessi vara telst sem fæðubót samkvæmt íslenskri reglugerð. Í vörunum eru aðlögunarefni úr náttúrunni sem við hvetjum þig til að kynna þér. Ekki skal neyta meira en ráðlagður daglegur neysluskammtur gefur til kynna.
Ekki skal neyta fæðubóta í stað fjölbreyttrar fæðu.