Matcha Morgunverðarskál

Svooo einfalt og hollt! Taktu þér morgunstund með góðu hráefni og nærðu þig vel. Þú átt ekkert annað en gott skilið.  

HRÁEFNI
Jógurt að eigin vali (mjólkurlaus valkostur gæti verið kókosjógúrt) 
Skorin jarðaber
Banani
Bláber (frosin eða ekki)
2 tsk af Slay All Day matcha blöndunni
Smá hlynsýróp eða sæta að eigin vali
Eins mikið af girnilegum toppings og þú getur í þig látið! Til dæmis: Hampfræ, hörfræ, graskersfræ, múslí, hunang, kakónibbur, kókosflögur.. endalausir möguleikar! 

AÐFERÐ
Í alvöru virkilega einfalt. Hrærðu Slay All Day saman við jógúrtið, bættu berjunum út í og öllu því sem þig langar í! Njóttu þess að nostra við þig með fallegri og orkuríkri morgunverðarskál.