Chill The F* Out Morgungrautur
Það eru ákveðin lífsgæði að byrja morgnanna á góðri og næringarríkri fæðu sem á það til að slá vel á streituna hjá mörgum. Við hjá Bohéme finnum að þessi grautur gerir klárlega gæfumuninn. Hér er uppskrift að grautargrunni, leyfðu svo sköpunargáfunni að njóta sín þegar þú velur toppings.
HRÁEFNI
Hafrar
Chia fræ
Plöntumjólk og/eða vatn
- mjög gott að setja barista haframjólk út á til að gera grautinn rjómakenndan
1 tsk Chill The F* Out
Svo má bæta út á eins og hver og einn vill. Hnetusmjör, dökkt súkkulaði, hampfræ, frosin ber.. allskonar möguleikar!