ATH Pantanir sem berast eftir kl 12:00, 20. des verða sendar út eftir áramót! 💫

Pre Workout Súkkulaðibúðingur

Gerðu þér greiða og fylltu þig af hreinni orku fyrir æfingu, þá verður æfingin sem árangursríkust. Þetta er tilvalin smámáltíð sem gefur þér jafna orku. 

HRÁEFNI
1 lítill þroskaður banani
1 tsk Chill The F* Out
2 msk kókosvatn
1 msk kakónibbur
1 tsk chia fræ

AÐFERÐ
1. Blandaðu Chill The F* Out, chia fræum og kókosvatni saman í litla skál. Notaðu gaffal eða þeytara. 
2. Stappaðu banana og blandaðu saman við kókosvatns blönduna.
3. Toppaðu með kakónibbunum og borðaðu klukkustund áður en æfingin byrjar - farðu svo og taktu vel á því!