Chill The F* Out Kanil Kakó

Hversu yndislegur endir á deginum! Kakó sem hjálpar okkur að lenda eftir daginn og eiga rólegt kvöld fyrir svefninn. Hægt er að setja engifer + kanil fyrir smá kick sem passar mjög vel við piparmyntukakó bragðið í Chill The F* Out.
 
HRÁEFNI

1 tsk Chill The F* Out
1 bolli haframjólk
1 msk kakóduft / hreint cacao ef þú átt
1 msk vanillusykur
Dass af engifer kryddi og kanil
Smá klípa af cayenne pipar

 

AÐFERÐ

Hitaðu mjólkina (ekki láta hana bullsjóða) og blandaðu öllum hráefnum vel ofan í. Það sakar ALLS ekki að setja þeyttan rjóma ofan á ef þú fílar svoleiðis. Sumum finnst gott að strá cayenne pipar ofan á kakóið / rjómann.