ATH Pantanir sem berast eftir kl 12:00, 20. des verða sendar út eftir áramót! 💫

Tvöfaldur Blágrænn Matcha Latte

Hið hefðbundna græna japanska matcha (Slay All Day) + Blátt matcha (Blue Me Away) - þetta kombó gefur ómótstæðilega fallega litasamsetningu. En umfram allt þá getur þetta tvíeyki barist gegn streituvaldandi áhrifum í líkamanum, minnkað bólgur, stutt og viðhaldið jöfnu orkustigi og mögulega styrkt grunnbrennsluna. Namm!!

matcha latte

HRÁEFNI
1 tsk Slay All Day

1 tsk Blue Me Away
120 ml heitt vatn
120 ml möndlumjólk
Klakar

AÐFERÐ
Settu 1 tsk af Blue Me Away í bolla. Helltu svo 60 ml heitu vatni yfir blönduna og blandaðu saman með
mjólkurþeytara. Settu svo 1 tsk af Slay All Day í annan bolla með 60 ml af vatni, þeyttu með mjólkurþeytara. Helltu svo klökum í glas, bættu Slay All Day blöndunni við og síðan möndlumjólkinni. Toppaðu svo drykkinn með Blue Me Away blöndunni og njóttu vel. 
Það er líka hægt að einfalda þetta og setja báðar blöndurnar saman og hræra allt við 120 ml heitt vatn eða hitaða möndlumjólk og hella yfir klaka.