
Hráefnin
Þú getur líka keypt Stop Your Wine-ing í áskrift.
Skrá mig í áskrift
Ath. Hráefnin í þessari blöndu eru mjög virk. Ekki er mælt með þessari vöru fyrir barnshafandi fólk. Við mælum við að þú ráðfærir þig við lækni fyrir inntöku ef þarf.
UM VÖRUNA
Við kynnum til leiks nýjustu og jafnframt eftirsóttustu jurtablönduna okkar: Stop Your Wine-ing, sem kemur í staðin fyrir áfengi. Þessi blanda minnir á uppáhalds rauðvínið þitt án timburmanna og sykurs.
*ATH að í þessari blöndu eru jurtir sem er ekki búið að rannsaka nægilega hvað varðar meðgöngu og brjóstagjöf. Við mælum þess vegna með hinum frábæra staðgengli Meet My Wombmate fyrir mjög svipuð áhrif.
INNIHALDSEFNI
Motherwort
Jujube Date
Aronia ber
Acai Ber
MCT olía
HVAÐ GERIR VARAN
Virku jurtirnar í Stop Your Wine-ing eru ótrúlega öflugar en þær gera þig ekki syfjaða/n. Þú mátt nota þessa blöndu hvenær sem er dags. Munurinn á þessari blöndu og Chill The F* Out er að hún virkar samstundis, á meðan Chill The F* Out er ætluð til langtíma notkunar.
HVAÐ ER Í VÖRUNNI
Þessi blanda er hlaðin Aronia og Acaíberjum, þessi ber eru full af Pólýfenólin, hafa ótrúlegan andoxunar styrk og innihalda mikið magn af anthocyanín. Jujube döðlurnar eru einnig hlaðnar andoxunarefnum en það sem gerir þau öflug er líka hversu C - vítamínrík þau eru. C-vítamínið styður svo vel við ónæmiskerfið okkar. MCT olían er unnin úr kókosolíu og er holl fita.
BRAGÐAST EINS OG
Andoxunarríku berin í blöndunni veita náttúrulegan sætleika en Motherwort gefur smá bitran keim sem minnir á flókið bragð af rauðvíni. Léttur berjakeimur lýsir þessari blöndu vel.
TILVALIÐ AÐ BLANDA VIÐ
Hægt er að drekka þetta eins og te. Það er líka hægt að blanda þessu út í heita jurtamjólk og setja smá hunang út í. Bragðið er lítið og þess vegna tilvalið að blanda þessu út í djús eða boozt að eigin vali. Svo er hægt að gera skemmtilega óáfenga kokteila uppúr þessari blöndu.
GOTT AÐ SKAMMTA MEÐ
Do Not Disturb og You Dew You
SVONA NOTAR ÞÚ VÖRUNA
ATH að blöndurnar eru eins óunnar og hægt er, þess vegna geta duftin stundum blandast verr við vökva. Við mælum með að byrja setja smá heitan vökva í bolla/glas, setja 1 tsk af blöndunni út í og blanda þannig, svo fyllir þú glasið með restinni af vökvanum. Svona er auðveldast að blanda þessu saman. Nema þú skellir þessu auðvitað í blandara! Þá er málið einfalt.
TILLÖGUR AÐ UPPSKRIFTUM
Latte - Bættu við einni tsk við uppáhalds jurtamjólkina þína. Það má líka blanda þessu í kristal eða heitt vatn.
Boozt - frosinn bláber, frosin jarðaber, sykurlaust sýróp eða hunang. Ein dós af kókosmjólk eða kókosrjóma. Settu 2 msk af Chia fræjum.
Allar blöndurnar okkar eru auðveldar í notkun, eru auðmeltanlegar og geta farið hratt inn í líkamsstarfsemina.
Það má setja allar blöndurnar okkar í jógúrt, chiagrauta, aðra grauta, strá yfir ristað brauð, í kaffið, smoothie eða annarskonar drykki. Þú getur meira að segja blandað 2 mismunandi blöndum saman til að tvöfalda heilsufarslega ávinninginn!
*Þessi vara er ekki ætluð til þess að greina, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma.
Öll innihaldsefnin eru frá móður náttúru og eru mjólkur, soja, hnetu og glútenlaus. Mikill metnaður er lagður í að finna gæðajurtir og plöntur í vöruna.
Hafðu samband við lækni fyrir notkun ef þú ert ólétt, með barn á brjósti eða að reyna að eignast barn. Einnig ef þú ert að taka lyf að staðaldri eða ert með sjúkdóm. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Þessi vara telst sem fæðubót samkvæmt íslenskri reglugerð. Í vörunum eru aðlögunarefni úr náttúrunni sem við hvetjum þig til að kynna þér. Ekki skal neyta meira en ráðlagður daglegur neysluskammtur gefur til kynna, sem er 1 tsk á dag.
Ekki skal neyta fæðubóta í stað fjölbreyttrar fæðu.