Skot Fyrir Taugarnar

Skiptu út skotinu eða vínglasinu fyrir öðruvísi áhrif! Náttúruleg áhrif sem styðja taugakerfið í stað þess að koma því úr jafnvægi. Það er eðlilegt að leitast eftir einhverju sem slær á taugarnar eftir daginn og Stop Your Wine-ing skotið gerir einmitt það, án leiðinlegra áhrifa á taugakerfið. 

Við viljum nefnilega ekki gera streituna verri - heldur hjálpa líkamanum að minnka streituna á náttúrulegan hátt!  

HRÁEFNI
2 tsk Stop Your Wine-ing 
80-100 ml heitt vatn (blandast best með heitu en alveg í lagi að nota kalt vatn)

AÐFERÐ
Þetta verður ekki mikið einfaldara. Settu Stop Your Wine-ing í lítið glas, bættu vatninu við og hrærðu. Ef þú bíður eftir að vatnið kólni aðeins verður auðveldara að skjóta þessu í þig. Sumum finnst best að nota kaffivélina til að fá hæfilega volgt vatn í skotið, þú einfaldlega sleppir því að setja kaffihylkið í. 

*ATH að í þessari blöndu eru jurtir sem er ekki búið að rannsaka nægilega hvað varðar meðgöngu og brjóstagjöf. Við mælum þess vegna með hinum frábæra staðgengli Meet My Wombmate fyrir mjög svipuð áhrif.