Flokkar
Ath. Í þessari blöndu eru virk hráefni. Við mælum við að þú ráðfærir þig við lækni fyrir inntöku ef þarf.
UM VÖRUNA
Milky Way fellur undir mömmu línuna. Við skiljum vel að það kjósi ekki allir að hafa barn á brjósti eða geti ekki haft barn sitt á brjósti. En þessi blanda er frábær til þess að auka brjóstamjólkina og mjólkurframboð líkamans.
Blandan er mótuð með það í huga að næra þreyttar mæður á góðan hátt hvort sem móðirin er með barn á brjósti eða ekki. Milky Way er frábær til þess að að fá næringu á milli mála fyrir annasama mömmu. Blandan er stútfull af næringarefnum og próteinum sem viðhalda jöfnum blóðsykursmagni. Bragðgóð og tilvalin til að setja út í heita jurtamjólk.
INNIHALDSEFNI
Moringa
Netlu lauf
Lucuma
Astragalus
Kókos
HVAÐ GERIR VARAN
Þó svo flestar brjóstamjólkurvörur á markaði séu eingöngu miðaðar að því að auka mjólkurframboð, leggur þessi blanda áherslu á að veita skjóta næringu á þessum tíma þar sem það er erfitt að setja heilsuna í forgang. Blandan er stútfull af næringu og styrkir ónæmiskerfi sem getur hjálpað til við að forðast algengar brjóstagjafasýkingar. Rannsóknir sýna að þær mæður sem að huga að næringarríku matarræði séu með næringarríkari brjóstamjólk, þess vegna hjálpar þessu blanda barninu líka!
HVAÐ VIRKNI ER Í VÖRUNNI
Að auki veita þessar plöntur djúpa næringu þar sem þær eru uppspretta próteina, járns, magnesíum, fólats, kalíums, blaðgrænu og sinks. Það er lykill að huga að næringu móður á þessu tímabili. Astragalusinn sem er í blöndunni styrkir ónæmiskerfið og getur hjálpað við að tryggja að mamman haldist heilbrigð á meðan hún er ofurhetja að sjá um ungabarn.
BRAGÐAST EINS OG
Blandan er eins og Matcha latte fyrir utan koffínið.
TILVALIÐ AÐ BLANDA VIÐ
Gott að para við hunang og góða haframjólk. ATH að ekki er mælt með hunangi fyrir börn yngri en 1 árs. Það er líka gott að nota hafra með þar sem þeir eru einnig þekktir fyrir að auka mjólkurframboð. Sumum finnst gott að blanda kanil út í fyrir auka bragð.
GOTT AÐ SKAMMTA MEÐ
I Beg Your (Post) Partum, Shatavari, Slay All Day og Chlorella
SVONA NOTAR ÞÚ VÖRUNA
ATH að blöndurnar eru eins óunnar og hægt er, þess vegna geta duftin stundum blandast verr við vökva. Við mælum með að byrja setja smá heitan vökva í bolla/glas, setja 1 tsk af blöndunni út í og blanda þannig, svo fyllir þú glasið með restinni af vökvanum. Svona er auðveldast að blanda þessu saman. Nema þú skellir þessu auðvitað í blandara! Þá er málið einfalt.
TILLÖGUR AÐ UPPSKRIFTUM
Mömmuboozt - Bættu við einum tappa af Milky Way, setur hálfan bolla af haframjöli, 1/2 frosinn banana, 1/2 bolli frosið mangó, hunang eða sykurlaust síróp, 1/2 bolli Chia fræ, 1/2 Hemp fræ og góð möndlu eða haframjólk.
Allar blöndurnar okkar eru auðveldar í notkun, eru auðmeltanlegar og geta farið hratt inn í líkamsstarfsemina.
Það má setja allar blöndurnar okkar í jógúrt, chiagrauta, aðra grauta, strá yfir ristað brauð, í kaffið, smoothie eða annarskonar drykki. Þú getur meira að segja blandað 2 mismunandi blöndum saman til að tvöfalda heilsufarslega ávinninginn!
Þessi vara er ekki ætluð til þess að greina, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma.
Öll innihaldsefnin eru frá móður náttúru og eru mjólkur, soja, hnetu og glútenlaus. Mikill metnaður er lagður í að finna gæðajurtir og plöntur í vöruna.
Hafðu samband við lækni fyrir notkun ef þú ert ólétt, með barn á brjósti eða að reyna að eignast barn. Einnig ef þú ert að taka lyf að staðaldri eða ert með sjúkdóm. Geymist þar sem börn ná ekki til.
Þessi vara telst sem fæðubót samkvæmt íslenskri reglugerð. Í vörunum eru aðlögunarefni úr náttúrunni sem við hvetjum þig til að kynna þér. Ekki skal neyta meira en ráðlagður daglegur neysluskammtur gefur til kynna, sem er 1 tsk á dag.
Ekki skal neyta fæðubóta í stað fjölbreyttrar fæðu.